Eitt mesta undrabarn í sögu danska fótboltans hefur lagt skóna á hilluna aðeins 29 ára gamall.
Leikmaðurinn ber nafnið Viktor Fischer og lék um stutta stund með Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni.
Fischer var síðast á mála hjá Antwerp í Belgíu en hann hefur leikið þar undanfarin tvö ár.
Eftir að hafa glímt við þrálát meiðsli hefur Fischer ákveðið að kalla þetta gott og er nú opinberlega hættur.
Fischer spilaði 21 landsleiki fyrir Danmörku og var keyptur til Ajax er hann var aðeins 17 ára gamall.