Manchester United hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að félagið sé í viðræðum við David de Gea um nýjan samning.
Samningur De Gea rennur út í kvöld en enska félagið ætlar að reyna að halda honum.
Félagið hafði boðið De Gea samning en hætti við þegar hann ætlaði að skrifa undir og vill lækka laun hans meira.
„Samningur De Gea er að renna út en viðræður er í gangi um áframhald við markvörðinn sem hefur verið hérna lengi,“ segir í yfirlýsingu.
Félagið staðfesti að Marcel Sabitzer og Wout Weghorst færu frá félaginu eftir að hafa verið á láni og fara þeir til FC Bayern og Burnley.