PSG mun á næstu dögum reka Christophe Galtier úr starfi þjálfara en það gæti reynst flókið að rétta honum uppsagnarbréfið því hann er í gæsluvarðhaldi.
Galtier er sakaður um gróft kynþáttaníð þegar hann var þjálfari Nice árin 2021 og 2022.
Lögreglan Nice handtók hann og bróðir hans og færði þá í gæsluvarðahald vegna þess, Galtier á að hafa sagt í starfi hjá Nice að of margir þeldökkir og múslimar væru í herbúðum liðsins.
Er hann sagður um kynþáttaníð og mismunun í starfi en hann hefur neitað sök. Hann hefur hótað því að fara í mál við þá sem reyna að svert mannorð hans.
Galtier er að missa starfið hjá PSG eftir erfitt ár en Luis Enrique tekur við starfi hans.