Blikar löbbuðu inn í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar með sanngjörnum 5-0 sigri á Buducnost frá Svartfjallalandi.
Blikar léku á alls oddi í kvöld í þessum undanriðli þar sem liðið vann leikina tvo samanlagt 12-1.
Viktor Karl Einarsson kom Blikum á bragðið áður en Stefán Ingi Siguraðrson skoraði í sínum síðasta leik fyrir Blika.
Gísli Eyjólfsson, Höskuldur Gunnlaugsson og Jason Daði Svanþórsson bættu svo við mörkum og 5-0 sigur staðreynd. Blikar mæta Shamrock Roverts í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar.
Breiðablik 5 – 0 Buducnost
1-0 Viktor Karl Einarsson
2-0 Stefán Ingi Sigurðarson
3-0 Gísli Eyjólfsson
4-0 Höskuldur Gunnlaugsson
5-0 Jason Daði Svanþórsson