fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Tvær konur sögðu sögu sína: Saka knattspyrnustjörnu um nauðgun og ofbeldi – „Ef þú tekur af þér fötin þá færðu símann þinn“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 29. júní 2023 21:00

Mendy og fyrrum ástkona hans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benjamin Mendy fyrrum leikmaður Manchester City situr þessa dagana í réttarsal þar sem tvö mál gegn honum eru tekin fyrir.

Um er að ræða mál sem er verið að taka fyrir aftur. Fjöldi ákæra voru lagðar fram gegn Mendy en hann var sýknaður í sjö ákærum þar sem hann var sakaður um að hafa nauðgað konum.

Kviðdómur gat hins vegar ekki kveðið upp dóm sinn í tveimur ákærum þar sem Mendy er sakaður um nauðgun og kynferðislegt ofbeldi.

Málið er því aftur tekið fyrir og konurnar tvær komu fyrir dómara í dag þar sem þær lýstu upplifun sinni. Önnur konan segir Mendy hafa nauðgað sér á heimil hans árið 2022.

Konunni var boðið á heimili Mendy þar sem hann tók af henni símann, segir lögmaður Mendy að það hafi verið gert svo ekki yrðu teknar myndir á heimili hans.

Getty Images

„Ef þú tekur af þér fötin þá færðu símann þinn, ég vil bara sjá þig. Ég snerti þig ekki, ég vil sjá líkama þinn, ég vil sjá brjóstin þín, brjóstin þín eru svo stór,“ á Mendy að hafa sagt við konuna.

Konan segir að Mendy hafi svo nauðgað sér á meðan hún reyndi að komast undan og sagði honum ítrekað að hætta. Segir konan að Mendy hafi sagt við sig að hún væri alltof feimin og að hann hefði sofið hjá 10 þúsund konum.

Önnur konan segist hafa verið í sturtu á heimili Mendy þegar hann mætti inn á baðherbergið. Hún segist hafa reynt að komast út.

Konan segir að Mendy hafi reynt að nauðga sér en ekki tekist ætlunarverk sitt. Málið heldur áfram fyrir dómi næstu daga og er líklegt að dómur verði kveðinn upp í næstu viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Allt að verða klárt fyrir fyrstu kaup Amorim til United – 17 ára ungstirni

Allt að verða klárt fyrir fyrstu kaup Amorim til United – 17 ára ungstirni
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Loftið hrundi þegar fréttamenn voru að spyrja – Mikil heppni að ekki fór verr

Loftið hrundi þegar fréttamenn voru að spyrja – Mikil heppni að ekki fór verr
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Neyðarlegt atvik á æfingu City sem var í beinni útsendingu – Stjörnur liðsins gerðu allar í brækurnar

Neyðarlegt atvik á æfingu City sem var í beinni útsendingu – Stjörnur liðsins gerðu allar í brækurnar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tveir heimsfrægir menn gómaðir fullir og graðir að spjalla við fyrirsætu á Skype – Öllu var lekið út

Tveir heimsfrægir menn gómaðir fullir og graðir að spjalla við fyrirsætu á Skype – Öllu var lekið út
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mögnuð innkoma Sveindísar af bekknum – Ferna á rúmum tuttugu mínútum í Meistaradeildinni

Mögnuð innkoma Sveindísar af bekknum – Ferna á rúmum tuttugu mínútum í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

KR-ingar kveðja Benóný sem skrifaði undir í Manchester í dag

KR-ingar kveðja Benóný sem skrifaði undir í Manchester í dag
433Sport
Í gær

Róbert Wessman uppljóstrar því hvað hann hefur sett í KR síðustu ár – Ótrúleg upphæð

Róbert Wessman uppljóstrar því hvað hann hefur sett í KR síðustu ár – Ótrúleg upphæð
433Sport
Í gær

United hendir í útsölu í janúar – Hellingur af leikmönnum sem má fara

United hendir í útsölu í janúar – Hellingur af leikmönnum sem má fara