Það var boðið upp á veislu í Mosfellsbæ í kvöld þar sem toppliðin Afturelding og Fjölnir mættust. Afturelding styrki stöðu sína á toppnum í sjö marka leik.
Afturelding komst í 4-1 í leiknum þar sem Elmar Kári Enesson Cogic skoraði tvö markanna.
Allt stefndi í öruggan sigur en Fjölnir skoraði tvö undir restina þar sem Máni Austmann og Bjarni Þór Hafstein skoruðu.
Nær komst Fjölnir ekki og staðreyndin sú að Afturelding er með fimm stiga forskot á toppi deilarinnar eftir níu umferðir.
Afturelding 4 – 3 Fjölnir
1-0 Ásgeir Marteinsson
1-1 Júlíus Mar Júlíusson
2-1 Arnór Gauti Ragnarsson
3-1 Elmar Kári Enesson Cogic
4-1 Elmar Kári Enesson Cogic
4-2 Máni Austmann Hilmarsson
4-3 Bjarni Þór Hafstein