Arsenal er að klára kaupin á Declan Rice. Hann verður dýrasti Englendingur í sögunni. Stuðningsmaður félagins, fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan, vill hins vegar meira.
Rice kemur frá West Ham og kostar Arsenal um 105 milljónir punda.
Þá er félagið nýbúið að kaupa Kai Havertz frá Chelsea á 65 milljónir punda.
Nú vill Morgan hins vegar að Arsenal versli sér framherja. Horfir hann til framherja Napoli.
„Það er frábært að Arsenal sé að sigra kapphlaupið um Rice sem verður gríðarlega góð viðbót í liðið,“ skrifar Morgan.
Hann heldur áfram. „En ef við viljum vinna stóru titlana verðu við að vera með heimsklassa framherja sem skorar 25 mörk plús á leiktíð. Ég myndi slá metið til að fá Victor Osimhen.“
Osimhen raðaði inn mörkum fyrir Napoli á nýaafstaðinni leiktíð.
Hann hefur verið orðaður við brottför en Napoli vill allt að 150 milljónir punda fyrir hann.