Callum Hudson-Odoi er á förum frá Chelsea í sumar og er áhugi víða.
Hinn 22 ára gamli Hudson-Odoi var eitt sinn afar eftirsóttur og skrifaði hann undir stóran samning við Chelsea árið 2019.
Sá samningur rennur út á næsta ári en fer kappinn líklega í sumar.
Samkvæmt Guardian hafa AC Milan, Fulham og Nottingham Forest öll áhuga á að fá Hudson-Odoi til liðs við sig í sumar.
Þá kemur einnig fram að hann hafi hafnað tilboði frá Sádi-Arabíu.
Chelsea vill fá um 15 milljónir punda fyrir leikmanninn, sem var á mála hjá Bayer Leverkusen á síðustu leiktíð.