ÍBV tók á móti KA í fyrsta leik kvöldsins í Bestu deild karla.
Markalaust var eftir fyrri hálfleik en Eyjamenn kláruðu dæmið með skömmu millimili um miðbik seinni hálfleiks.
Bjarki Björn Gunnarsson og Oliver Heiðarsson skoruðu mörkin.
Richard King í liði ÍBV fékk sitt annað gula spjald á 70. mínútu og þar með rautt.
Það kom þó ekki að sök fyrir heimamenn. Lokatölur 2-0.
ÍBV er í áttunda sæti deildarinnar með 13 stig en KA er í því fimmta með 17.