fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
433Sport

Sápuópera í kringum De Gea – United bauð nýjan samning sem De Gea skrifaði undir en þá neitaði félagið að gera það

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 27. júní 2023 13:28

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United hafði lagt fram formlegt samningstilboð til David de Gea á dögunum sem markvörðurinn samþykkt. Þegar De Gea hafði lokið við að skrifa undir tilboð félagsins, neitaði félagið því að skrifa undir.

Það er The Athletic sem segir frá og fjallar um fíaskóið í kringum De Gea og nýjan samning hans.

Samningur De Gea rennur út á föstudag og stefnir allt í að þá verði hann án félags. Eftir að hafa tekið tilboð sitt til baka hefur United nú lagt fram nýtt tilboð til De Gea.

De Gea samþykkti verulega launalækkun til að byrja með en talið er að félagið fari nú fram á miklu meiri lækkun en rætt hafði verið. De Gea þénar 375 þúsund pund á viku í dag.

Framtíð markvarðarins er í lausu lofti en hann er með tilboð frá Sádí Arabíu sem myndi hækka laun hans verulega.

United skoðar aðra kosti en De Gea eins og staðan er í dag og er Andre Onana markvörður Inter mest orðaður við félagið.

Athletic segir United einnig skoða þann kost að taka Dean Henderson aftur inn eftir lánsdvöl og gera hann að fyrsta kosti félagsins í markið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Andri Lucas og Daníel Tristan ekki einu bræðurnir á vellinum í kvöld

Andri Lucas og Daníel Tristan ekki einu bræðurnir á vellinum í kvöld
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gátu ekkert gegn Íslandi en náðu í stig í kvöld

Gátu ekkert gegn Íslandi en náðu í stig í kvöld
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

„Þá gætum við allt eins sleppt þessu“

„Þá gætum við allt eins sleppt þessu“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Kostulegt atvik í beinni útsendingu – Virkaði áttavilltur og gekk óvænt út

Kostulegt atvik í beinni útsendingu – Virkaði áttavilltur og gekk óvænt út
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arnar útskýrir áhrifin sem fjarvera Alberts hefur

Arnar útskýrir áhrifin sem fjarvera Alberts hefur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þurfa að vera óhræddir og þá getur allt gerst

Þurfa að vera óhræddir og þá getur allt gerst
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Veltir fyrir sér ummælum Arnars – Þýða þau að óvænt tíðindi séu í kortunum?

Veltir fyrir sér ummælum Arnars – Þýða þau að óvænt tíðindi séu í kortunum?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta segja veðbankar um möguleika Íslands í kvöld

Þetta segja veðbankar um möguleika Íslands í kvöld