Arsenal lagði í kvöld fram risatilboð í Declan Rice, miðjumann West Ham. The Athletic segir frá.
Tveimur tilboðum Arsenal í Rice hefur þegar verið hafnað. Það seinna hljóðaði upp á 75 milljónir punda með möguleika á 15 milljónum punda síðar meir.
Manchester City kom svo inn í kapphlaupið og bauð 80 milljónir punda auk möguleika á 10 milljónum punda síðar. West Ham hafnaði þessu einnig.
Talað hefur verið um að West Ham vilji 100 milljónir punda fyrir Rice og nú hefur Arsenal lagt 100 milljóna punda tilboð með möguleika á 5 milljónum punda til viðbótar á borð þeirra.
Samþykki West Ham tilboðið verður Rice dýrasti Englendingur sögunnar.
Nú verður áhugavert að sjá hvernig City bregðst við.
Í dag sagði Mirror frá því að Rice vildi frekar ganga í raðir Arsenal en Manchester City.