fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Skandall fyrir augum heimsins – Stórstjarnan greip um lim sinn og sendi fólkinu löngutöng

433
Mánudaginn 26. júní 2023 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mario Balotelli er magnaður karakter. Eftir flottan feril framan af hjá félögum á borð við Manchester City, Liverpool, AC Milan og Inter hefur leiðin legið aðeins niður á við og er kappinn í dag á mála hjá Sion í Sviss.

The Upshot tók saman fyrsta tímabil Balotelli í Sviss með sögum utan vallar.

Balotelli gekk í raðir Sviss síðasta sumar og var ekki lengi að láta til sín taka.

Í október hafði Balotelli skorað fjögur mörk í jafnmörgum leikjum en þá tók við markalaust jafntefli við Basel. Þá var Balotelli illa upplagður, greip hann til að mynda um lim sinn og sendi stuðningsmönnum fingurinn. Hann fékk bann frá svissneska knattspyrnusambandinu en kallaði það þá spillt og líkti því við mafíuna.

Í vetrarfríinu fór lið Sion til Marbella að æfa. Balotelli var hins vegar mættur í öðrum tilgangi. Hann fær alla með sér á barinn og þaðan upp á hótel. Hann fékk fullt af stelpum þangað. Þegar upp komst um athæfi Balotelli voru forráðamenn félagsins auðvitað brjálaðir og létu Balotelli heyra það.

Síðar á tímabilinu var veisla hjá félaginu. Menn áttu að mæta í fínum fötum en Balotelli er lítið fyrir það. Hann mætti sem Pikachu og lenti í slagsmálum sem varð til þess að hann kýldi yfirmann íþróttamála hjá Sion óvart.

Einhverjir stuðningsmenn voru orðnir svo þreyttir á Balotelli að þeir kveiktu í treyju hans eitt skiptið í stúkunni.

Þeir geta huggað sig við það að eftir að hafa fallið úr úrvalsdeildinni með Sion í vor er Balotelli á förum og í leit að nýju félagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Íslendingar þrefalt fleiri þrátt fyrir stöðuna

Íslendingar þrefalt fleiri þrátt fyrir stöðuna
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Málefni Sancho í einhverjum hnút – Juventus ekki heyrt í United

Málefni Sancho í einhverjum hnút – Juventus ekki heyrt í United
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

PSG valtaði yfir Real í undanúrslitum

PSG valtaði yfir Real í undanúrslitum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum
Heinze aðstoðar Arteta
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Saliba á sér draum og hann er ekki hjá Arsenal

Saliba á sér draum og hann er ekki hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gústi B gerir upp dagana í Sviss: Ólíft á herberginu, tannlæknir kom til bjargar og ráðleggingar til landsliðsþjálfarans

Gústi B gerir upp dagana í Sviss: Ólíft á herberginu, tannlæknir kom til bjargar og ráðleggingar til landsliðsþjálfarans
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur
433Sport
Í gær

Arsenal ekki til í að borga uppsett verð en vilja láta leikmenn fara sem skiptimynt

Arsenal ekki til í að borga uppsett verð en vilja láta leikmenn fara sem skiptimynt
433Sport
Í gær

Leikmenn fengu aftur frí – „Þetta var ótrúlega erfitt andlega“

Leikmenn fengu aftur frí – „Þetta var ótrúlega erfitt andlega“