Bayern Munchen er mögulega búið að gefast upp á að semja við miðjumanninn Declan Rice í sumar.
Rice er orðaður við fjölmörg félög en nefna má Manchester United, Chelsea og Manchester City.
Bayern hefur játað sig sigrað þegar kemur að kaupverði Rice sem mun kosta allt að 100 milljónir punda.
Bayern gæti farið í óvænta átt í leit að öðrum miðjumanni en Kalvin Phillips, leikmaður Manchester City, er nefndur til sögunnar.
Phillips kostaði Man City 42 milljónir síðasta sumar en byrjaði aðeins tvo leiki fyrir Englandsmeistarana.
Fyrir það var Phillips á mála hjá Leeds United og einn þeirra mikilvægasti maður en fátt hefur gengið upp í Manchester.