fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Einkunnir eftir sárgrætilegt tap Íslands þar sem Ronaldo var hetjan – Sverrir Ingi bestur

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 20. júní 2023 20:44

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hetjuleg barátta íslenska landsliðsins og góð spilamennska dugði því miður ekki gegn Portúgal í kvöld. Cristiano Ronaldo skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.

Cristiano Ronaldo lék sinn 200 landsleik fyrir Portúgal en varnarlína íslenska liðsins varðist vel. Það var í uppbótartíma sem Ronaldo skoraði eina mark leiksins þegar Ísland var orðið manni færri.

Markið var fyrstu dæmt af vegna rangstöðu en eftir VAR skoðun var markið látið standa.

Willum Þór Willumsson fékk að líta rauða spjaldið þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum og reyndist það íslenska liðinu erfitt.

Ísland er með þrjú stig eftir fjóra leiki en Portúgal er með 12 stig og Slóvakía tíu stig.

Einkunnir:

Rúnar Alex Rúnarsson 8
Ótrúleg bæting á leik hans á undanförnum mánuðum. Öruggur í öllum sínum aðgerð og varði vel.

Valgeir Lunddal (´79) 7
Kom virkilega vel út í hlutverki hægri bakvarðar og varðist vel.

Guðlaugur Victor Pálsson 8
Setti Rafael Leo í vasa sinn og pakkaði honum saman í einu og öllu. Frábær leikur. Hefði mátt nýta dauaðfæri í fyrri hálfleik.

Sverrir Ingi Ingason 9 – Maður leiksins
Stýrði vörn liðsins af stakri snilld, sagði mönnum til þegar það átti vel og spilaði afar vel.

Hörður Björgvin Magnússon 8
Einn af betri leikjum Harðar í lengri tíma, öflugur varnarlega og lét ekki gabba sig í einhverja vitleysu.

Willum Þór Willumsson 8
Þvílík innkoma í íslenska landsliðið, gríðarlega hæfileikaríkur. Dugnaður og vinnusemi í bland við gæði í kvöld en kvöldið endaði með rauðu spjaldi. Tekur út leikbann gegn Lúxemborg í haust.

Jóhann Berg Guðmundsson 8
Frábær leikur fyrirliðans, stjórnaði hraðanum sem íslenska liðið lék á einkar vel.

Getty Images

Arnór Ingvi Traustason (73´) 8
Staðan sem Arnar Þór Viðarsson fór að máta Arnór Ingva í, spilaði frábærlega í kvöld og hans besti landsleikur í mörg.

Jón Dagur Þorsteinsson (´79) 7
Komst aðeins of lítið í boltann en þegar það gerðist þá skapaði hann vandræði fyrir Portúgala.

Albert Guðmundsson 7
Í leik sem þessum nýtast ekki allir hæfileikar Alberts en hann vann vel fyrir kaupinu.

Alfreð Finnbogason (´73) 7
Náði nokkrum sinnum að halda vel í boltann og gerði vel í öllum varnarfærslum.

Varamenn:

Ísak Bergmann Jóhannesson (´73)
Spilaði of lítið til að fá einkunn.

Sævar Atli Magnússon (´73)
Spilaði of lítið til að fá einkunn.

Hákon Arnar Haraldsson (´79)
Spilaði of lítið til að fá einkunn.

Alfons Sampsted (´79)
Spilaði of lítið til að fá einkunn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Leggur til stórkostlegar breytingar hjá KSÍ svo hörmungarnar endurtaki sig ekki

Leggur til stórkostlegar breytingar hjá KSÍ svo hörmungarnar endurtaki sig ekki
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“
433Sport
Í gær

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið
433Sport
Í gær

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu
433Sport
Í gær

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“
433Sport
Í gær

Leikmenn Liverpool mættu til æfinga í dag eftir erfiða daga

Leikmenn Liverpool mættu til æfinga í dag eftir erfiða daga