fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Gefa upp laun Bellingham – Flestir hefðu búist við hærri tölu

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 14. júní 2023 18:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid staðfesti fyrr í dag komu Jude Bellingham til félagins frá Borussia Dortmund. Þetta hefur legið í loftinu.

Spænska blaðið Marca segir frá því að Bellingham muni þéna 12 milljónir punda í árslaun eða 1 milljón punda á mánuði. Í fótbolta er oftast talað um vikulaun og eru þau um 250 þúsund pund á viku fyrir Bellingham.

Flestir bjuggust við því að Bellingham yrði á hærri launum en 2,1 milljarður í laun fyrir ungan dreng ætti þó að duga.

Hinn 19 ára gamli Bellingham gerir sex ára samning við Real Madrid. Gæti hann kostað félagið allt að 115 milljónir punda.

Bellingham hefur verið á mála hjá Dortmund síðan 2020 en hann kom frá Birmingham. Hann hefur farið gjörsamlega á kostum síðan þá.

Þá átti miðjumaðurinn frábært HM með enska landsliðinu í fyrra sem var ekki til að minnka áhugann á honum.

Fjöldi stórliða hafði áhuga en Real Madrid hafði að lokum betur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Í gær

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli