fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
433Sport

KSÍ kærir Steinþór leikmann KA fyrir brot á veðmálareglum

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 8. júní 2023 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður KA í Bestu deild karla í knattspyrnu hefur verið kærður af aga og úrskurðarnefnd KSÍ fyrir brot á veðmálareglum sambandsins.

Þetta herma mjög öruggar heimildir 433.is en samkvæmt heimildum lagði Steinþór á annan tug veðmála hjá veð­mála­síð­unni Pinnacle yfir nokkurra ára tímabil.

Veðmálin sem Steinþór lagði voru í ýmsum keppnum KSÍ á Íslandi og þar á meðal var leikur hjá liði hans, KA. Samkvæmt heimildum 433.is var vemðálið á leik KA ekki stakt heldur var það í sex leikja seðli og upphæðin sem lögð var undir var í kringum 2 þúsund krónur

Í svari sínu til KSÍ gengst Steinþór að mestu við brotunum, þetta herma sömu heimildir.

Búist er við að úrskurður málsins verði birtur innan fárra daga. Starfsmaður KSÍ staðfesti í samtali við 433.is að mál leikmanns í efstu deild karla væri á borði sambandsins en gat að öðru leyti ekkert tjáð sig um það.

Þetta er í annað sinn á stuttum síma sem KSÍ fær upplýsingar um veðmál leikmanna hér á landi. Sambandið dæmdi á dögunum Sigurð Gísla Snorrason í árs bann vegna veðmála sem hann lagði hjá Pinnacle, sama veðbanka og Steinþór er sakaður um að hafa lagt sín veðmál hjá. Var það í fyrsta sinn í sögunni sem KSÍ tók slíkt mál fyrir.

Nokkrar vikur eru síðan KSÍ birti Steinþóri sakarefnið og hefur hann svarað því með greinargerð. Steinþór lét forráðamenn KA vita um leið og málið kom upp og hefur síðan þá ekki verið í leikmannahóp liðsins.

Steinþór var síðast í leikmannahópi KA í byrjun maí þegar liðið heimsótti HK enn hann hefur ekki spilað leik í Bestu deildinni í sumar. Steinþór lét leikmannahóp KA vita af málinu fyrir nokkrum dögum síðan og bíður nú þess að aga og úrskurðarnefnd sambandsins birti úrskurð sinn.

Í reglum KSÍ er tekið skýrt fram að veðmál leikmanna eru með öllu óheimil. „11.1. Fulltrúum KSÍ er óheimil þátttaka, hvort heldur sem er með beinum eða óbeinum hætti, í veðmálum, fjárhættuspilum, happdrætti og þess háttar viðburðum eða viðskiptum í tengslum við knattspyrnuleiki sem viðkomandi hefur eða getur haft áhrif á, þ.e.a.s. opinbera knattspyrnuleiki á Íslandi sem falla undir lögsögu KSÍ,“ segir í lögum KSÍ.

Steinþór Freyr er 37 ára gamall en hann hefur verið í herbúðum KA frá árinu 2017. Hann á að baki 8 A-landsleiki fyrir Ísland en hann lék sem atvinnumaður í Noregi og Svíþjóð frá 2010 til 2016.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Las upp bréf frá Vestmannaeyjum þar sem efast er um heilindi Þorláks – „Hann mætti bara strax í Big Ben“

Las upp bréf frá Vestmannaeyjum þar sem efast er um heilindi Þorláks – „Hann mætti bara strax í Big Ben“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fabregas fær á baukinn og kallaður spænski Ange eftir helgina

Fabregas fær á baukinn og kallaður spænski Ange eftir helgina
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Forráðamenn Real Madrid héldu neyðarfund – Síðasti séns Alonso á miðvikudag

Forráðamenn Real Madrid héldu neyðarfund – Síðasti séns Alonso á miðvikudag
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Réttað vegna flugslyssins hörmulega í dag – Saka þá um vanrækslu

Réttað vegna flugslyssins hörmulega í dag – Saka þá um vanrækslu
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið: Fjölmiðlafulltrúi Liverpool vissi að allt færi í háaloft þegar Salah sagði þetta

Sjáðu myndbandið: Fjölmiðlafulltrúi Liverpool vissi að allt færi í háaloft þegar Salah sagði þetta
433Sport
Í gær

Fyrrum stjarna Liverpool lét fjarlægja húðkrabbamein af andliti

Fyrrum stjarna Liverpool lét fjarlægja húðkrabbamein af andliti