fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Sannfærður um að Messi kæmist ekki í liðið hjá Arsenal

Victor Pálsson
Laugardaginn 3. júní 2023 20:00

Lionel Messi ásamt David Beckham og Marco Verratti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lionel Messi kæmist ekki í lið Arsenal í dag og er ekki í standi til að spila í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Þetta segir Darren Bent, fyrrum landsliðsmaður Englands, en Messi leikur með PSG og er 35 ára gamall í dag.

Messi hefur átt gott tímabil með PSG og vann einnig HM með Argentínu á síðasta ári og virðist eiga töluvert eftir.

Messi er af mörgum talinn besti leikmaður sögunnar en Bent er ekki á því máli að hann myndi labba inn í byrjunarlið Arsenal en kæmist mögulega inn sem fremsti maður í stað Gabriel Jesus.

,,Sé ég Messi fyrir mér í ensku úrvalsdeildinni á þessum tímapunkti? Nei, ég held að hann gæti það ekki,“ sagði Bent.

,,Hann er besti leikmaður sögunnar en ég tel að fólk myndi gagnrýna minnstu hlutina eins og þeir hafa gert í Frakklandi.“

,,Hann kæmi til Englands og fólk myndi ákveða að bauna á hann og segja að Cristiano Ronaldo hafi gert hitt og þetta.“

,,Hjá Arsenal myndi ég velja bæði Bukayo Saka og Gabriel Martinelli frekar en Messi því við spilum öðruvísi fótbolta hér. Ég myndi þó alltaf velja hann aðeins til að fá að sjá hann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Uppljóstrar um grjótharða reglu sem allir hjá KSÍ þurfa að fylgja

Uppljóstrar um grjótharða reglu sem allir hjá KSÍ þurfa að fylgja
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

„Knattspyrna kvenna á rosalegri siglingu“

„Knattspyrna kvenna á rosalegri siglingu“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Enn einn leikmaðurinn hafnar Bayern

Enn einn leikmaðurinn hafnar Bayern
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Besta deildin: Markalaust í Eyjum

Besta deildin: Markalaust í Eyjum