fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Besta deild karla: Fylkir og KR deildu stigunum í fjörugum leik

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 1. júní 2023 21:15

Rúnar Páll Sigmundsson er þjálfari Fylkis. Fréttablaðið/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Seinni leik kvöldsins í Bestu deild karla er nýlokið. Fylkir tók á móti KR.

Leikurinn var mikil skemmtun strax frá upphafi. Þórður Gunnar Hafþórsson skoraði fyrir heimamenn á 8. mínútu en hinn ungi Jóhannes Kristinn Bjarnason jafnaði fyrir KR skömmu síðar.

Eftir tæpan 20 mínútna leik voru gestirnir svo búnir að snúa leiknum sér í hag þegar Theodór Elmar Bjarnason skoraði.

Fylki tókst að jafna fyrir hálfleik. Þá skoraði Nikulás Val Gunnarsson.

Benedikt Daríus Garðarson kom Fylki yfir á ný um miðbik seinni hálfleiks.

Forystan lifði hins vegar aðeins í nokkrar mínútur. Þá skoraði Theodór Elmar á ný.

Meira var ekki skorað og lokatölur 3-3 í afar fjörugum leik.

Liðin eru hlið við hlið í deildinni, í sjöunda og áttunda sæti með jafnmörg stig, 11.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Í gær

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl