Sögusagnir eru nú á kreiki um að Sara Björk Gunnarsdóttir sé að yfirgefa ítalska stórliðið Juventus.
Það er Fótbolti.net sem vekur athygli á málinu og vitnar þar í blaðamanninn Mauro Munno sem sérhæfir sig í skrifum um kvennalið Juventus.
Sara Björk er 32 ára gömul en hún gekk í raðir Juventus í fyrra eftir að hafa spilað með Lyon í Frakklandi.
Munno segir að Sara hafi rifist við liðsfélaga sína eða hluta af leikmannahópnum sem gæti orðið til þess að hún sé að kveðja.
Einnig bendir Munno á að Sara hafi rifist við þjálfara Juventus, Joe Montemurro.
Tímabilið í Serie A er búið fyrir Juventus en liðið hafnaði í öðru sæti deildarinnar á eftir Roma.