Íþróttavikan er komin á fulla ferð hér á 433.is og í Sjónvarpi símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson fá til sín góða gesti í hverri viku og ræða það helsta úr heimi íþrótta. Í þetta sinn var gesturinn fyrrum Alþingismaðurinn Brynjar Níelsson.
Það hefur allt verið í rugli hjá KR upp á síðkastið og er liðið á botni Bestu deildar karla. Liðið vann þó sigur á Fylki í bikarnum á dögunum.
Það er þó engin þórðargleði hjá Valsaranum Brynjari.
„Mér hefur alltaf þótt nokkuð vænt um KR. Mér finnst alveg ómögulegt að Vesturbæjarstórveldið, eins og það er kallað, skuli vera á þessum stað.“
Hann telur þó að félagið muni ná vopnum sínum.
„Valur fór í gegnum erfitt skeið á sínum tíma en þá skipti máli að það væri bjartsýni, félagsstarfið gott, stuðningur. Þá koma betri tímar.“
Umræðan í heild er í spilaranum.