fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Engin þórðargleði hjá Brynjari – „Alveg ómögulegt“

433
Föstudaginn 19. maí 2023 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

video
play-sharp-fill

Íþróttavikan er komin á fulla ferð hér á 433.is og í Sjónvarpi símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson fá til sín góða gesti í hverri viku og ræða það helsta úr heimi íþrótta. Í þetta sinn var gesturinn fyrrum Alþingismaðurinn Brynjar Níelsson.

Það hefur allt verið í rugli hjá KR upp á síðkastið og er liðið á botni Bestu deildar karla. Liðið vann þó sigur á Fylki í bikarnum á dögunum.

Það er þó engin þórðargleði hjá Valsaranum Brynjari.

„Mér hefur alltaf þótt nokkuð vænt um KR. Mér finnst alveg ómögulegt að Vesturbæjarstórveldið, eins og það er kallað, skuli vera á þessum stað.“

Hann telur þó að félagið muni ná vopnum sínum.

„Valur fór í gegnum erfitt skeið á sínum tíma en þá skipti máli að það væri bjartsýni, félagsstarfið gott, stuðningur. Þá koma betri tímar.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

U-beygja hjá leikmanni United?

U-beygja hjá leikmanni United?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Viðræður komnar á fullt – Vill vera metinn að verðleikum

Viðræður komnar á fullt – Vill vera metinn að verðleikum
433Sport
Í gær

KSÍ í samstarf við SÁÁ til að taka á spilavanda fólks

KSÍ í samstarf við SÁÁ til að taka á spilavanda fólks
433Sport
Í gær

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid
Hide picture