fbpx
Föstudagur 17.október 2025
433Sport

Evrópukeppnir kvöldsins: Mourinho í enn einn úrslitaleikinn – West Ham og Fiorentina mætast í Sambandsdeildinni

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 18. maí 2023 21:42

Mourinho/ GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var spilað í Evrópu- og Sambandsdeildinni í kvöld. Um seinni leiki undanúrslita var að ræða.

Roma heimsótti Bayer Leverkusen í Evrópudeildinni með 1-0 sigur á bakinu eftir fyrri leikinn.

Leiknum í kvöld lauk með markalausu jafntefli og lærisveinar Jose Mourinho því komnir í úrslitaleikinn.

Í hinum undanúrslitaleiknum mættust Sevilla og Juventus. Fyrri leikurinn fór 1-1 í Tórínó.

Dusan Vlahovic kom Juventus yfir á 65. mínútu en skömmu síðar jafnaði Suso leikinn.

Jafnt var eftir venjulegan leiktíma og því gripið til framlengingar. Þar skoraði Erik Lamela snemma fyrir Sevilla.

Það reyndist sigurmarkið og fer Sevilla áfram með samanlagt 3-2 sigri í einvíginu.

Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar
Roma – Sevilla

Í sambandsdeildinni heimsótti West Ham AZ Alkmaar.

Hamrarnir unnu fyrri leikinn 2-1 og einvígið samanlagt 3-1 með marki Pablo Fornals í blálok leiksins í kvöld.

Andstæðingur West Ham verður Fiorentina.

Fiorentina mætti Basel í kvöld. Fyrri leik liðanna lauk 1-2 fyrir Basel á Ítalíu og því á brattann að sækja fyrir Fiorentina í kvöld.

Nicolas Gonzalez kom þeim hins vegar yfir á 35. mínútu leiksins. Á 55. mínútu jafnaði Zeki Amdouni fyrir heimamenn.

Fiorentina náði forystunni á ný með öðru marki Gonzalez og staðan eftir venjulegan leiktíma 1-2. Samanlagt 3-3 og því farið í framlengingu.

Það stefndi í vítaspyrnukeppni þegar Antonin Barak skoraði fyrir Fiorentina í lok framlengingarinnar. Lokaölur 1-3, samanlagt 4-3 fyrir Fiorentina sem fer áfram.

Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar
West Ham – Fiorentina

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Gæti orðið sætasta stelpan á ballinu næsta sumar

Gæti orðið sætasta stelpan á ballinu næsta sumar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ray Anthony tekur við Grindavík – Feðgar munu aðstoða hann

Ray Anthony tekur við Grindavík – Feðgar munu aðstoða hann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

United færist nær því að kaupa landsvæði – Geta þá byggt nýja heimavöllinn

United færist nær því að kaupa landsvæði – Geta þá byggt nýja heimavöllinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Búinn að maka krókinn vel í Sádí og getur nú valið milli stórliða í Evrópu

Búinn að maka krókinn vel í Sádí og getur nú valið milli stórliða í Evrópu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fjórir leikmenn United ekki á æfingu liðsins í dag – Þrír dagar í ferðalag á Anfield

Fjórir leikmenn United ekki á æfingu liðsins í dag – Þrír dagar í ferðalag á Anfield
433Sport
Í gær

Vonast til að eitthvað félag á Englandi bjargi sér úr erfiðri stöðu

Vonast til að eitthvað félag á Englandi bjargi sér úr erfiðri stöðu
433Sport
Í gær

Enska landsliðið í viðræðum við Beckham – Vilja nota aðstöðu hans næsta sumar

Enska landsliðið í viðræðum við Beckham – Vilja nota aðstöðu hans næsta sumar