Romelu Lukaku gæti átt framtíð fyrir sér hjá Chelsea. Hún verður hins vegar ekki rædd fyrr en eftir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.
Lukaku er á láni hjá Inter frá Chelsea.
Hann var einmitt keyptur til Lundúnaliðsins frá Inter sumarið 2021 fyrir tæpar 100 milljónir punda.
Belgíski framherjinn stóð hins vegar engan veginn undir væntingum á Stamford Bridge og var lánaður til Inter á ný.
Mauricio Pochettino, sem er líklega að taka við Chelsea í sumar, er sagður opinn fyrir því að vinna með Lukaku.
Sjálfur vill kappinn hins vegar vera áfram á Ítalíu.
Sama hvernig því líður þá ætlar Chelsea ekki að ræða við Lukaku fyrr en eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Inter er í úrslitaleiknum og mætir þar Real Madrid eða Manchester City.