Coventry er komið í úrslitaleik umspilsins í ensku B-deildinni eftir sigur á Middlesbrough í kvöld.
Liðin mættust í seinni leik sínum í undanúrslitum. Þeim fyrri lauk með markalausu jafntefli í Coventry.
Gestirnir skoruðu eina mark leiksins í kvöld. Það gerði Gustavo Hamer.
Lokatölur 0-1 og Coventry komið í úrslitaleikinn á Wembley.
Þar verður andstæðingurinn Luton, en liðið vann Sunderland í gær.
Leikurinn verður spilaður 27. maí.