Hinn geðuga Ofurtölva telur að Manchester United endi í þriðja sæti og Newcastle í því fjórða eftir úrslit helgarinnar. Bæði lið berjast við að halda í Meistaradeildarsætið.
Liverpool andar í hálsmál þeirra og mætir Leicester í kvöld en Liverpool getur með góðum úrslitum í síðustu þremur leikjunum náð þessu.
Ofurtölvan telur að Leeds og Leicester fari niður með Southampton.
Ljóst er að Manchester City verður meistari en liðið þarf einn sigur í síðustu þremur leikjum til að vinna þann stóra eftir tap Arsenal um helgina.
Svona endar deildin ef Ofurtölvan hefur rétt fyrir sér.