fbpx
Laugardagur 18.október 2025
433Sport

Piers Morgan brjálaður – „Andlaust og aumkunarvert“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 15. maí 2023 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Piers Morgan er einn frægasti stuðningsmaður Arsenal og tjáir sig reglulega um liðið á opinberum vettvangi. Hann hjólaði í sína menn eftir tap í gær.

Arsenal tapaði 0-3 gegn Brighton á heimavelli í gær. Nú er von liðsins um að hampa Englandsmeistaratitlinum svo gott sem úti. Manchester City þarf einn sigur í síðustu þremur leikjum sínum til að verja titilinn.

„Nú er þetta búið,“ skrifar Morgan á Twitter.

Hann heldur áfram og skefur alls ekki af því.

„Við vorum yfirspilaðir af liði sem er nýbúið að tapa 1-5 fyrir Everton.

Þetta var andlaus, ástíðulaus og aumkunarverð frammistaða sem kórónar hræðilegan kafla á tímabili sem lofaði svo góðu.“

Eftir frábært tímabil lengst af hefur Arsenal aðeins unnið tvo af síðustu sjö leikjum í ensku úrvalsdeildinni. City nýtti sér það og er heldur betur komið í bílstjórasætið um að vinna titilinn þriðja árið í röð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Í gær

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum