fbpx
Laugardagur 18.október 2025
433Sport

Nýjar fréttir skellur fyrir Liverpool í baráttunni um Mac Allister

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 15. maí 2023 15:00

Jurgen Klopp .Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er líklegt að Alexis Mac Allister sé á förum frá Brighton í sumar. Liverpool er talið leiða kapphlaupið en nýjustu fregnir gætu sett babb í bátinn.

Mac Allister, sem er 24 ára gamall, hefur átt frábært tímabil með Brighton. Hann hefur skorað 12 mörk og lagt upp 2 í öllum keppnum.

Þá heillaði Argentínumaðurinn mikið er hans lið varð heimsmeistari í Katar fyrir áramót.

Samningur Mac Allister við Brighton rennur út eftir tvö ár en félagið er opið fyrir því að selja hann í sumar.

Alexis Mac Allister. Mynd/Getty

Liverpool er líklegur áfangastaður. Liðið hefur sárvantað sterkari miðjumenn á leiktíðinni. Þá eru James Milner, Naby Keita og Alex Oxlade-Chamberlain allir á förum.

Samkvæmt frétt The Athletic vill Mac Allister hins vegar spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Þó svo að Liverpool hafi tekið við sér undanfarnar vikur er ólíklegt að liðið nái Meistaradeildarsæti fyrir næstu leiktíð. Lærisveinar Jurgen Klopp eru í fimmta sæti, 4 stigum á eftir Manchester United þegar þrjár umferðir eru eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Í gær

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum