fbpx
Laugardagur 18.október 2025
433Sport

Arteta biður stuðningsmenn afsökunar – „Það er mín mesta eftirsjá“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 15. maí 2023 09:30

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var augljóslega vonsvikinn eftir 0-3 tap gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í gær. Tapið þýðir að vonin um að hampa Englandsmeistaratitlinum er farin.

Topplið Manchester City var fjórum stigum á undan Arsenal fyrir leik liðsins gegn Brighton í gær. Bæði lið áttu þrjá leiki til stefnu og Skytturnar þurftu því sigur til að eiga einhverja von um að verða Englandsmeistari í fyrsta sinn í nítján ár. Svo fór ekki.

„Ég hata að valda fólki vonbrigðum þegar þau búast við einhverju af þér. Það er mín mesta eftirsjá og ég biðst afsökunar,“ sagði Arteta eftir leik.

„Það er vinnan mín að ná því besta fram úr öllum leikmönnum og það tókst augljóslega ekki í dag. Ég ber ábyrgð á því.“

Arsenal hefur komið öllum á óvart á þessari leiktíð og staðið sig frábærlega. Liðið hafði hins vegar ekki það sem til þurfti til að fara alla leið.

„Það sem liðið hefur gert á síðustu tíu mánuðum er ólíkt því sem allir bjuggust við og við þurfum að ráða við væntingarnar sem því fylgja. Við börðumst fyrir því að komast í þessa stöðu en á svona augnablikum getur þú ekki spilað eins og við gerðum í seinni hálfleiknum í dag.“

Nokkuð ljóst er að Arsenal endar í öðru sæti deildarinnar í ár. Liðið er því á leið í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í sjö ár.

„Nú fáum við að sjá hvort liðið hafi það sem þarf fyrir stærsta sviðið. Að berjast um Englandsmeistaratitilinn og spila í Meistaradeildinni krefst mikils og frammistaða eins og í dag er ekki boðleg,“ sagði Mikel Arteta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Í gær

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum