Það sauð allt upp úr á hliðarlínunni í leik Real Madrid og Atletico Madrid þegar liðin áttust við um helgina í leik hjá U19 ára liðum félaganna.
Fernando Torres stýrir U19 ára liði Atletico og Alvaro Arbeloa stýrir U19 ára liði Real Madrid, léku þeir lengi vel saman hjá Liverpool.
Mikill hiti var í leik þessara erkifjenda en undir lok leiks sauð upp úr á milli hliðarlínunni.
„Ég sprengi á þér hausinn,“ sagði Torres við Arbeloa og var fyrir vikið sendur í sturtu með rautt spjald. Torres bauð Arbeloa með sér afsíðis til að taka í hann.
Torres er ansi ólíkur sér frá því að hann var leikmaður og hefur hann bætt miklu magni af vöðvum á sig.
Allt þetta má sjá í myndbandi hér að neðan.
🇪🇸😯 Firey game as Arbeloa's Real Madrid faced Fernando Torres' Atléti side in a youth match!
Torres was red carded for saying 'i'll blow your head off' to Arbeloa during the match. pic.twitter.com/4nJT6XTcTM
— EuroFoot (@eurofootcom) May 15, 2023