Íþróttavikan er komin á fulla ferð á 433.is og í Sjónvarpi Símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson sjá um þáttinn og fá þeir til sín góða gesti alla föstudaga. Í þetta skiptið voru þeir Andri Geir Gunnarsson og Vilhjálmur Freyr Hallsson úr hlaðvarpinu Steve Dagskrá gestir.
Patrik Johannesen, dýrasti leikmaður í sögu íslenska boltans, er með slitið krossband og verður ekki meira með Breiðabliki á þessari leiktíð.
„Þetta er skelfing,“ sagði Vilhjámur í þættinum.
Andri tók í sama streng en benti á að Blikar séu með stóran leikmannahóp.
„Þetta er mjög leiðinlegt. Kannski geta Blikar huggað sig við það að þeir hafa aldrei lagt eins mikið kapp á að vera með breiðan hóp og núna. Maður hugsar að þeir eigi alveg eftir að ráða fram úr þessu.“
Hranfkell tók til máls. „Þetta er kannski minni hausverkur fyrir Óskar. Hann er með Klæmint, sem hefur verið flottur í síðustu tveimur leikjum. Svo ertu með Kristinn Steindórsson að koma til baka.“
Umræðan í heild er hér að neðan.