fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Vill sjá þennan mann taka við KR ef Rúnar hverfur á brott eftir hörmulegt gengi

433
Laugardaginn 13. maí 2023 13:30

Rúnar Kristinsson. ©Torg ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttavikan er komin á fulla ferð á 433.is og í Sjónvarpi Símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson sjá um þáttinn og fá þeir til sín góða gesti alla föstudaga. Í þetta skiptið voru þeir Andri Geir Gunnarsson og Vilhjálmur Freyr Hallsson úr hlaðvarpinu Steve Dagskrá gestir.

KR hefur farið skelfilega af stað í Bestu deild karla eins og mikið hefur verið talað um. Vesturbæjarstórveldið var auðvitað tekið fyrir í þættinum.

„Það þarf eitthvað að gera þarna. En ég er ekki á því að það eigi að reka Rúnar (Kristinsson),“ sagði Hrafnkell, en nefndi að hann vildi sjá þjálfara Gróttu taka við ef KR ætlar í þjálfarabreytingar á annað borð.

„Ef það á að skipta Rúnari út myndi ég vilja sjá þá fara í Chris Brazell.“

Andri bendir á hversu mikils metinn Rúnar er í Vesturbænum.

„Það myndi ekki gerast að Rúnar missi klefann. Það er það mikil virðing borin fyrir honum.“

Markvörðurinn Simen Lillevik Kjellvold var á meðal þeirra sem komu til KR fyrir tímabil. Hann hefur alls ekki heillað. Hrafnkell segir hann ekki betri en Aron Snæ Friðriksson, markvörðinn sem fyrir var hjá KR.

„Aron er fyrir mér meðal Bestu deildar markmaður. Ef þú ætlar að sækja einhvern annan þarftu að sækja topp markmann.“

Það er þó erfiðara þar sem Simen var fenginn að utan. „Hann er með íbúð á leigu og það er búið að leggja vel í þetta.“

KR mætir Breiðabliki í dag og velti Helgi því upp hvort það væri ekki góður leikur til að snúa dæminu við.

„Breiðablik um helgina á lélegum Meistaravöllum. Það er kannski bara staðurinn til að snúa þessu við?“

„Mögulega er þetta leikurinn. Á móti ertu að fá Breiðablik eftir sigurleik sem þjálfarinn þeirra var dulluósáttur með. Svo þeir mæta líklega trylltir eins og KR-ingar.“

Umræðan í heild er hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Staðfestir að Trent muni ekki spila

Staðfestir að Trent muni ekki spila
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Liverpool í þriðja sæti yfir líklegustu liðin – Sjáðu topp tíu listann

Liverpool í þriðja sæti yfir líklegustu liðin – Sjáðu topp tíu listann
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Haaland snýr aftur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Dökkt ský nálgast Garðabæ – „Þeim var seld einhver hugmynd, en þetta hefur bara ekki verið nógu gott“

Dökkt ský nálgast Garðabæ – „Þeim var seld einhver hugmynd, en þetta hefur bara ekki verið nógu gott“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“
433Sport
Í gær

Gæti flutt aftur í Bítlaborgina í sumar

Gæti flutt aftur í Bítlaborgina í sumar
433Sport
Í gær

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna
433Sport
Í gær

Lykillinn að viðsnúningi á Hlíðarenda? – „Þetta er svolítið síðasti séns“

Lykillinn að viðsnúningi á Hlíðarenda? – „Þetta er svolítið síðasti séns“
433Sport
Í gær

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar
Hide picture