fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Óveðurský yfir Garðabæ eftir umdeildan brottrekstur – „Ég skil ekki verkefnið sem er í gangi þarna“

433
Laugardaginn 13. maí 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttavikan er komin á fulla ferð á 433.is og í Sjónvarpi Símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson sjá um þáttinn og fá þeir til sín góða gesti alla föstudaga. Í þetta skiptið voru þeir Andri Geir Gunnarsson og Vilhjálmur Freyr Hallsson úr hlaðvarpinu Steve Dagskrá gestir.

Það fór ekki framhjá neinum að Stjarnan lét Ágúst Gylfason fara sem þjálfara karlaliðsins á dögunum. Aðstoðarmaður hans, Jökull Elísabetarson, er tekinn við.

„Ég styð það sem Stjarnan gerði af því við erum með aðstoðarþjálfara sem hefur stýrt miklu. Gústi er með honum og á klárlega lokaorðið. Núna ertu að færa meiri ábyrgð á Jökul og mér finnst það bara flott,“ segir Hrafnkell um stöðu mála.

Stjarnan hefur farið þá leið undanfarið að gefa ungum leikmönnum stórt hlutverk, auk þess þó að kaupa reynslubolta í bland.

„Er hægt að gera þá kröfu að það sé verið að þróa leikmenn og líka vinna titilinn?“ spyr Helgi.

Andri tók til máls. „Nei. Maður finnur til með honum (Ágústi). Hann vildi fá að snúa genginu við. En hvernig á gengið að vera?“

Hrafnkell vill sjá yngri menn fá alfarið traustið í Garðabænum.

„Ég skil ekki verkefnið sem er í gangi þarna. Takiði þetta bara alla leið og spilið ungu strákunum.“

Umræðan í heild er hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum
Hide picture