fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Mögulegt byrjunarlið Manchester United ef Ratcliffe kaupir félagið

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 11. maí 2023 17:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sala Glazer fjölskyldunnar á Manchester United gæti verið að færast nær ef marka má nýjustu fréttir.

Félagið hefur verið á sölu síðan í haust og hafa farið fram nokkrar „umferðir“ þar sem áhugasamir máttu leggja fram tilboð í félagið.

Sir Jim Ratcliffe og Katarinn Sheikh Jassim hafa leitt kapphlaupið um það að eignast United.

Nú segir breska götublaðið The Sun að Ratcliffe sé sá sem Glazer bræðurnir Avram og Joel vilji sjá eignast félagið.

Það er töluverður munur á tilboðum Jassim og Ratcliffe. Jasssim vill eignast allt félagið en Ratcliffe aðeins 50%.

Eignist Ratcliffe félagið myndu Avram og Joel halda sínum hlut í félaginu en aðrir meðlimir Glazer fjölskyldunnar myndu selja sinn hlut. Ratcliffe ætti því stærstan hlut í félaginu.

Ratcliffe á einnig Nice en ensk blöð segja að hann vilji styrkja liðið hressilega í sumar. Khephren Thuram sem er franskur landsliðsmaður sem leikur með Nice er strax orðaður við liðið.

David Raya er nefndur sem markvörður og Harry Kane sem framherji sem Ratcliffe er klár í að kaupa. Svona gæti United liðið litið út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Beckham reynir að kaupa landsliðsmann Argentínu til að hjálpa til

Beckham reynir að kaupa landsliðsmann Argentínu til að hjálpa til
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Chelsea vill fá frá Arsenal fyrir Madueke

Þetta er upphæðin sem Chelsea vill fá frá Arsenal fyrir Madueke
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Gyokeres til að í að gefa eftir 285 milljónir til að komast til Arsenal

Gyokeres til að í að gefa eftir 285 milljónir til að komast til Arsenal
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Rooney nælir sér í 130 milljónir

Rooney nælir sér í 130 milljónir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Glódís gráti næst eftir leik: ,,Mun aldrei fyrirgefa mér það“

Glódís gráti næst eftir leik: ,,Mun aldrei fyrirgefa mér það“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Karólína Lea vill ná í sigur fyrir íslensku þjóðina: ,,Geggjað að sjá hvað voru margir að styðja okkur áfram allan tímann“

Karólína Lea vill ná í sigur fyrir íslensku þjóðina: ,,Geggjað að sjá hvað voru margir að styðja okkur áfram allan tímann“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir ömurlega svekkjandi tap í Sviss

Einkunnir leikmanna Íslands eftir ömurlega svekkjandi tap í Sviss
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

EM: Ísland úr leik eftir tap gegn Sviss

EM: Ísland úr leik eftir tap gegn Sviss