Antony leikmaður Manchester United var gómaður við að brjóta lög þegar hann keyrði um á 50 milljóna króna Lamborginhi bílnum sínum í vikunni. Stuðningsmaður United gómaði hann.
Stuðningsmaðurinn var að taka upp myndband þegar hann sá að Antony var í símanum.
Kantmaðurinn frá Brasilíu fær sex punkta í ökuskírteni sitt og 200 pund í sekt.
200 pund í sekt ætti að vera lítið mál fyrir Antony að borga enda þénar hann rosalegar upphæðir í viku hverri.
Antony er á sínu fyrsta tímabili hjá Manchester United en frammistaða hans hefur ekki verið stöðug og á köflum mjög léleg.