fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Opinbera loforð sem West Ham hefur gefið Declan Rice fyrir sumarið

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 9. maí 2023 17:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er útlit fyrir að West Ham sé til í að leyfa fyrirliða sínum, Declan Rice, að yfirgefa félagið í sumar.

Hinn 24 ára gamli Rice hefur verið frábær fyrir West Ham í fleiri ár þrátt fyrir ungan aldur. Nú er útlit fyrir að kappinn haldi í stærra félag.

Rice á ár eftir af samningi sínum við West Ham en félagið getur hins vegar framlengt þann samning um eitt ár.

Í morgun var greint frá því að verðmiðinn á Rice sé 120 milljónir punda.

Arsenal er talið leiða kapphlaupið um miðjumanninn en flest ensk stórlið hafa þó áhuga á honum einnig.

Sky Sports segir þá frá því að West Ham hafi þegar lofað Rice því að félagið muni ekki standa í vegi fyrir því að hann fái að fara í lið sem spilar í Meistaradeild Evrópu. Það er draumur kappans að spila í þeirri keppni.

West Ham hefur nánast bjargað sér frá falli úr ensku úrvalsdeildinni þegar þrjár umferðir eru eftir. Þá er liðið komið í undanúrslit Sambandsdeildarinnar. Rice getur því lokið ferli sínum hjá West Ham með titli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Tók tíma fyrir Hildi að jafna sig á atvikinu – Fékk góðan stuðning frá félögunum

Tók tíma fyrir Hildi að jafna sig á atvikinu – Fékk góðan stuðning frá félögunum
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu óhugnanlegt atvik í stórleiknum í gær – Illa farinn eftir ljótt samstuð

Sjáðu óhugnanlegt atvik í stórleiknum í gær – Illa farinn eftir ljótt samstuð
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Íslendingar telja tæp 7 prósent á uppseldum leikvangi

Íslendingar telja tæp 7 prósent á uppseldum leikvangi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sveindís mætir góðri vinkonu sinni í kvöld – „Gott fyrir okkur ef hún spilar ekki“

Sveindís mætir góðri vinkonu sinni í kvöld – „Gott fyrir okkur ef hún spilar ekki“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Snýr aftur til PSG eftir misheppnaða lánsdvöl

Snýr aftur til PSG eftir misheppnaða lánsdvöl
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Íslendingar eiga góðar minningar frá sviði morgundagsins – Myndband

Íslendingar eiga góðar minningar frá sviði morgundagsins – Myndband
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima
433Sport
Í gær

Allt öðruvísi aðstæður annað kvöld

Allt öðruvísi aðstæður annað kvöld