Magdalena Eriksson og Pernille Harder hafa gengið frá samningi við FC Bayer. Koma þær til félagsins frá Chelsea í sumar.
Eriksson og Harder eru par og hafa verið í sambúð frá árinu 2014. Þær hafa undanfarin ár leikið með Chelsea.
GLódís Perla Viggósdóttir, Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eru allar í herbúðum Bayern.
Eriksson frá Svíþjóð en Harder sem var um tíma ein fremsta knattspyrnukona í heimi kemur frá Danmörku.
Eriksson er þrítug en Harder er ári yngri, Harder þekkir það vel að leika með Íslendingum en hún og Sara Björk Gunnarsdóttir blómstruðu saman hjá Wolfsburg.