Luka Modric er við það að skrifa undir nýjan samning við Real Madrid.
Króatinn er orðinn 37 ára gamall en spilar enn stóra rullu í spænsku höfuðborginni.
Modric gekk í raðir Real Madrid frá Tottenham árið 2012 og er hvergi nærri hættur. Hann skrifar undir nýjan eins árs samning á næstu dögum.
Annar miðjumaður, Toni Kroos, hefur þegar skrifað undir árs framlengingu á sínum samningi, sem var að renna út í sumar eins og samningur Modric.
Þjóðverjinn er 33 ára gamall og hefur verið hjá Real Madrid í níu ár.
Spænska stórliðið er búið að missa af titlinum heima fyrir til Barcelona en er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Þar mætir liðið Manchester City í fyrri leik liðanna.
Freistar Real Madrid þess að verja Evróputitilinn frá því í fyrra.
Luka Modrić will sign new deal very, very soon — it’s imminent as documents are now ready for the agreement valid until June 2024. ✍🏻⚪️✨🇭🇷 #RealMadrid
Toni Kroos has already signed the new contract valid for one more year; Modrić will do the same in the next days. pic.twitter.com/o6m7pMrwP5
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 8, 2023