fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Kallað eftir lífstíðar banni eftir þessa hegðun stuðningsmanna Arsenal – Sjáðu hvað þeir gerðu

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 3. maí 2023 08:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mykhailo Mudryk leikmaður Chelsea spilaði sinn fyrsta leik gegn Arsenal frá því að hann hafnaði liðinu og tók tilboði Chelsea í janúar. Bæði félög vildu ólm fá Mudryk en honum leist betur á hlutina hjá Chelsea.

Arsenal þegar liðið skaust aftur á topp ensku úrvalsdeildarinnar með sigri á afar lélegu Chelsea liði í gær.

Manchester City skaust á toppinn á sunnudag en Arsenal svaraði í gær og hefur nú tekist að ná toppsætinu. Martin Odegaard skoraði fyrstu mörk leiksins.

Þegar Mudryk kom inn fóru stuðningsmenn Arsenal að beina lasgergeisla í andlit hans og er kallað eftir því að þessir stuðningsmenn fá þungan dóm.

Odegaard kom Arsenal yfir á átjándu mínútu og þrettán mínútum síðar var komið að þeim norska aftur. Á 34 mínútu skoraði svo Gabriel Jesus og kom Arsenal í 3-0.

Arsenal slakaði aðeins á klónni eftir þriðja markið og Noni Madueke lagaði stöðuna fyrir Chelsea með marki í síðari hálfleik

3-1 sigur Arsenal staðreynd og liðið á toppi deildarinnar með 78 stig  þegar liðið á fjóra leiki eftir. City er með tveimur stigum minna en á tvo leiki til góða á Arsenal og er því enn í bílstjórasætinu. Ófarir Chelsea undir stjórn Frank Lampard halda áfram en liðið vinnur ekki leik og skorar lítið sem ekkert af mörkum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hafnaði starfinu á dögunum en samþykkir nú að taka við

Hafnaði starfinu á dögunum en samþykkir nú að taka við
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Liverpool setur allt á fullt til að reyna að semja við þessa tvo

Liverpool setur allt á fullt til að reyna að semja við þessa tvo
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Skelfilegt slys skekur Bretland – Sonur goðsagnar látinn

Skelfilegt slys skekur Bretland – Sonur goðsagnar látinn
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sögusagnir um að stórtíðinda sé að vænta úr Kópavogi í dag

Sögusagnir um að stórtíðinda sé að vænta úr Kópavogi í dag
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Árni Gautur opnar sig um glímuna við krefjandi sjúkdóm – „Þakklátur fyrir að hafa fengið að deila þessu“

Árni Gautur opnar sig um glímuna við krefjandi sjúkdóm – „Þakklátur fyrir að hafa fengið að deila þessu“
433Sport
Í gær

Ásgerður segir þörf á naflaskoðun á Íslandi – „Finnst við aðeins sitja eftir, eiginlega í öllu“

Ásgerður segir þörf á naflaskoðun á Íslandi – „Finnst við aðeins sitja eftir, eiginlega í öllu“