fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Stórtíðindi frá París – Messi settur í bann í tvær vikur frá æfingum PSG

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 2. maí 2023 18:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lionel Messi var ekki mættur til æfinga hjá PSG í dag eftir að hafa ferðast til Sádí Arabíu til að halda áfram að sækja peninga frá þessu ríka landi.

Hefur PSG ákveðið að setja Messi í bann frá æfingum í tvær vikur. Gæti hann hafa spilað sinn síðasta leik fyrir félagið.

Kappinn lék í afar óvæntu 1-3 tapi Paris Saint-Germain gegn Lorient á heimavelli á sunnudag. Lið hans er með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar þegar fimm umferðir eru til stefnu.

Eftir leik fór Messi svo upp í flugvél og til Sádi-Arabíu. Hann átti að mæta á æfingu í ag samkvæmt frönskum miðlum en mætti ekki.

Messi er sendiherra ferðaiðnaðarins í landinu og fer því í árlega ferð þangað vegna þess.

Talið er að Argentínumaðurinn gæti þénað yfir þrjá milljarða á ári fyrir að auglýsa Sádi-Arabíu. Inni í samningi hans við landið er ferð þangað að minnsta kosti einu sinni á ári.

Samningur Messi við PSG rennur út í sumar og hefur hann meðal annars verið orðaður við félög í Sádi-Arabíu.

Eins og flestir vita er portúgalski snillingurinn Cristiano Ronaldo á mála hjá Al-Nassr þar í landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Neyðarlegt atvik á æfingu City sem var í beinni útsendingu – Stjörnur liðsins gerðu allar í brækurnar

Neyðarlegt atvik á æfingu City sem var í beinni útsendingu – Stjörnur liðsins gerðu allar í brækurnar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Tveir heimsfrægir menn gómaðir fullir og graðir að spjalla við fyrirsætu á Skype – Öllu var lekið út

Tveir heimsfrægir menn gómaðir fullir og graðir að spjalla við fyrirsætu á Skype – Öllu var lekið út
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal í stuði en hörmungar City halda áfram í Meistaradeildinni – Barcelona í gír

Arsenal í stuði en hörmungar City halda áfram í Meistaradeildinni – Barcelona í gír
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool að gefast upp á Nunez – Hann svarar fyrir sig með færslu

Stuðningsmenn Liverpool að gefast upp á Nunez – Hann svarar fyrir sig með færslu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Róbert Wessman uppljóstrar því hvað hann hefur sett í KR síðustu ár – Ótrúleg upphæð

Róbert Wessman uppljóstrar því hvað hann hefur sett í KR síðustu ár – Ótrúleg upphæð
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United hendir í útsölu í janúar – Hellingur af leikmönnum sem má fara

United hendir í útsölu í janúar – Hellingur af leikmönnum sem má fara
433Sport
Í gær

Gunnar og Gylfi í áhugaverðum störfum í Evrópu í vikunni – Gylfi verður í London í kvöld

Gunnar og Gylfi í áhugaverðum störfum í Evrópu í vikunni – Gylfi verður í London í kvöld
433Sport
Í gær

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker