fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Var brjálaður því Solskjær notaði Maguire í staðinn – ,,Tíkarsonur, leyfðu mér að spila“

Victor Pálsson
Laugardaginn 29. apríl 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að varnarmaðurinn Marcos Rojo sé enginn aðdáandi Harry Maguire, leikmanns Manchester United.

Maguire og Rojo voru saman hjá Man Utd á sínum tíma en Maguire var alltaf í byrjunarliðinu undir stjórn Ole Gunnar Solskjær.

Það var eitthvað sem gerði Rojo gríðarlega reiðan en sá enski var keyptur til Man Utd fyrir 80 milljónir punda frá Leicester árið 2019.

,,Árið 2019 þá stóð ég mig virkilega vel á Englandi. Ég spilaði í Evrópudeildinni en á þessum tíma var ég reiður út í stjórann,“ sagði Rojo.

,,Hann ákvað alltaf að velja Maguire frekar en mig. Sem betur fer fær hann ekki að spila lengur og Lisandro Martinez hefur tekið plássið.“

,,Einn daginn gekk ég inn á skrifstofu Solskjær og bað hann um að fá að semja við annað félag. Ég sagði að það væri rangt að ég fengi ekki að spila.“

,,Hann sagði við mig að Maguire þyrfti að fá að spila því hann kostaði svo mikið. Hann var nú þegar að gera mistök í hverri viku.“

,,Ég sagði við Solskjær: ‘Tíkarsonur, leyfðu mér að spila því þessi maður er að kosta liðið í hverri viku.’

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Orri Steinn hetja Sociedad

Orri Steinn hetja Sociedad
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mourinho orðaður við endurkomu til Englands

Mourinho orðaður við endurkomu til Englands
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Pirraður á umfjöllun fjölmiðla: ,,Ten Hag var aldrei vandamálið“

Pirraður á umfjöllun fjölmiðla: ,,Ten Hag var aldrei vandamálið“
433Sport
Í gær

Staðfestir nýjan samning

Staðfestir nýjan samning