Crystal Palace 4 – 3 West Ham
0-1 Tomas Soucek(‘9)
1-1 Jordan Ayew(’15)
2-1 Wilfred Zaha(’20)
3-1 Jeffrey Schlupp(’30)
3-2 Michail Antonio(’36)
4-2 Eberechi Eze(’66, víti)
4-3 Nayef Aguerd(’73)
Það var svakalegt stuð í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er Crystal Palace og West Ham áttust við.
Um er að ræða tvö fallbaráttulið en sjö mörk voru skoruð á Selhurst Park að þessu sinni.
Heimamenn í Palace höfðu betur með fjórum mörkum gegn þremur og fengu mikilvæg stig í fallbaráttunni.
Palace er nú búið að bjarga sér frá falli eftir gott gengi undanfarið og er 11 stigum frá fallsæti.
Það sama má ekki segja um West Ham sem er aðeins fjórum stigum frá sama svæði.