Borussia Dortmund missteig sig heldur betur gegn fallbaráttuliði Bochum í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Fyrir leik var Dortmund með 1 stigs forystu á ríkjandi meistara Bayern Munchen eftir jafnmarga leiki.
Heimamenn í Bochum komust yfir strax á 5. mínútu í kvöld með marki Anthony Losilla.
Karim Adeyemi svaraði þó um hæl fyrir Dortmund, 1-1.
Meira var hins vegar ekki skorað og Dortmund varð því af dýrmætum stigum.
Bayern getur tekið forystuna í deildinni með sigri á Hertha Berlin á sunnudag.