David Beckham opnar sig um þráhyggjuröskun sem hann glímir við í nýjum Netflix-þáttum sem koma út á næstunni.
Knattspyrnugoðsögnin er til að mynda með alls konar venjur er kemur að þrifum og hreinleika heima fyrir. Hann segist hata þegar það er drasl heima hjá honum þegar hann vaknar og því er hann alltaf með allt upp á tíu.
Þá er Beckham með sérstakar venjur er kemur að því að brenna kerti. „Ég klippi á kertavaxið og þríf kertastjakann. Ég þoli ekki þegar það kemur reykur þar inn. Ég veit að þetta er skrýtið.“
Beckham er með fleiri sérstakar venjur. „Ég læt Pepsi dósir inn í ísskáp en ef þær eru of margar læt ég þær í annan skáp. Það er vandamál sem ég er með.“
Hann heldur áfram. „Ef ég fer á hótelherbergi verð ég að ganga frá öllum bæklingum og bókum sem eru þar áður en ég get slakað á. Það þarf allt að vera fullkomið.“
Victoria Beckham hefur áður tjáð sig um venjur eiginmannsins.
„Það þarf allt að passa. Ef þú opnar ísskápinn sérðu að allt er í réttri röð. Við erum með þrjá ísskápa. Við erum með mat í einum, salat í öðrum og drykki í þeim þriðja. Þar sem eru drykkir þarf allt að passa og það þarf að vera slétt tala af þeim. Ef það eru þrjár dósir af einhverju fjarlægir hann eina.“