Það var heldur betur gleði í klefanum hjá Manchester City eftir afar sannfærandi sigur á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.
City vann 4-1 sigur og er nú aðeins tveimur stigum á eftir Arsenal. Að auki á City tvo leiki til góða.
Allt bendir því til þess að City verði enn á ný enskur meistari og var stemmingin þannig í klefa liðsins.
Erling Haaland og Jack Grealish rifu upp símann og tóku upp eitthvað sem kallast BeReal og er samfélagsmiðill unga fólksins.
Myndina úr klefa City má sjá hér að neðan.