Barcelona hefur fjármagnað 1,5 milljarð evra til þess endurnýja og byggja heimavöll félagsins upp á nýtt. Félagið greinir frá þessu.
Um er að ræða tæpa 230 milljarða íslenskra króna sem félagið mun nota til að endurbyggja Nývang.
Slæm fjárhagstaða Börsunga hefur lengi verið til umræðu en um 20 aðilar koma að því að fjármagna þessa framkvæmd.
Vegna framkvæmdanna mun Barcelona spila á Ólympíuleikvanginum í Barcelona á næstu leiktíð en vonast til að geta snúið aftur heim tímabilið 2024/2025.
Barcelona have secured almost €1.5 billion in financing to press ahead with the redevelopment of Spotify Camp Nou.
Barça will be moving to the Olympic Stadium next season and hope to be back at Camp Nou by November 2024 🏟 pic.twitter.com/3uV41HvAN7
— ESPN FC (@ESPNFC) April 24, 2023
Félagið stefnir á endurkomu í nóvember 2024 þegar félagið fagnar 125 ára afmæli en framkvæmdum á svæðinu mun ljúka árið 2026.
Félagið mun eftir framkvæmdir hafa betri leikvang sem getur aukið tekjur félagsins og hverfið í kringum völlinn verður tekið í gegn á sama tíma.