Besta deild kvenna hefst í kvöld með þremur leikjum og umferðin klárast á miðvikudaginn með tveimur leikjum.
Íslandsmeistarar Vals hefja titilvörnina á stórleik á heimavelli á móti Breiðablik.
Bæði lið eru til alls líkleg í sumar en flestir spá því að þessi tvö lið ásamt Stjörnunni muni berjast um efsta sætið.
Leikir dagsins:
18:00 ÍBV – Selfoss
19:00 Tindaastóll – Keflavík
19:15 Valur – Breiðablik