fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Liverpool goðsögn að snúa aftur til Englands sem knattspyrnustjóri?

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 24. apríl 2023 11:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óvíst hver verður næsti stjóri West Ham. Liðið gæti fengið stjóra úr óvæntri átt.

West Ham hefur verið í fallbaráttu og tómum vandræðum á leiktíðinni en er þó komið í undanúrslit Sambandsdeildarinnar.

Stjórinn David Moyes er valtur í sessi og ekki ólíklegt að skipt verði um mann í brúnni í sumar.

Sjálfur er Moyes ákveðinn í að vera áfram.

Enska blaðið The Sun heldur því hins vegar fram að Xabi Alonso komi sterklega til greina sem næsti stjóri af háttsettum mönnum hjá West Ham.

Spænska goðsögnin, sem gerði garðinn frægan hjá Liverpool, Real Madrid og Bayern Munchen, hefur vakið mikla athygli fyrir starf sitt hjá Bayer Leverkusen.

Hinn 41 árs gamli Alonso tók við Leverkusen í október og hefur hann snúið gengi liðsins við. Hann tók það úr fallbaráttu í Evrópubaráttu og er kominn með liðið í undanúrslit Evrópudeildarinnar.

Alonso gæti verið verðlaunaður með stjórastarfi í ensku úrvalsdeildinni í sumar ef kallið kemur frá West Ham.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ronaldo fékk gefins 30 milljóna króna bíl í gær – Sjáðu gripinn

Ronaldo fékk gefins 30 milljóna króna bíl í gær – Sjáðu gripinn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Allt að verða klárt fyrir fyrstu kaup Amorim til United – 17 ára ungstirni

Allt að verða klárt fyrir fyrstu kaup Amorim til United – 17 ára ungstirni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Amorim að átta sig á stöðunni og verkefnið hjá United er miklu erfiðara en hann taldi

Amorim að átta sig á stöðunni og verkefnið hjá United er miklu erfiðara en hann taldi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Neyðarlegt atvik á æfingu City sem var í beinni útsendingu – Stjörnur liðsins gerðu allar í brækurnar

Neyðarlegt atvik á æfingu City sem var í beinni útsendingu – Stjörnur liðsins gerðu allar í brækurnar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool að gefast upp á Nunez – Hann svarar fyrir sig með færslu

Stuðningsmenn Liverpool að gefast upp á Nunez – Hann svarar fyrir sig með færslu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mögnuð innkoma Sveindísar af bekknum – Ferna á rúmum tuttugu mínútum í Meistaradeildinni

Mögnuð innkoma Sveindísar af bekknum – Ferna á rúmum tuttugu mínútum í Meistaradeildinni
433Sport
Í gær

Ratcliffe að breytast í Grinch í huga starfsmanna United – Ekkert jólahlaðborð og sker niður hressilega í jólagjöf

Ratcliffe að breytast í Grinch í huga starfsmanna United – Ekkert jólahlaðborð og sker niður hressilega í jólagjöf
433Sport
Í gær

Róbert Wessman uppljóstrar því hvað hann hefur sett í KR síðustu ár – Ótrúleg upphæð

Róbert Wessman uppljóstrar því hvað hann hefur sett í KR síðustu ár – Ótrúleg upphæð