fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Mjólkurbikar karla: Bestu deildarliðin með sigra og dramatík í Breiðholti

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 19. apríl 2023 20:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórum leikjum er lokið það sem af er kvöldi í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla.

Á Akureyri vann KA afar þægilegan sigur á Uppsveitum. Pætur Petersen og Dusan Brkovic gerðu báðir tvö mörk fyrir Akureyringa en Sveinn Margeir Hauksson skoraði eitt í 5-0 sigri.

Breiðablik vann þá nokkuð þægilegan 0-2 sigur á Fjölni þar sem Oliver Sigurjónsson og Ágúst Orri Þorsteinsson skoruðu í sitt hvorum hálfleiknum.

Leiknir R. og Selfoss mættust í Lengjudeildarslag í Breiðholti. Þar var mikil dramatík þegar Omar Sowe gerði eina mark leiksins og þar með sigurmarkið á 89. mínútu.

KR tók á móti Þrótti Vogum í Vesturbæ. Bestu deildarliðið fór með þremur þægilegan 3-0 sigur af hólmi. KR-ingar tóku við sér í seinni hálfleik eftir markalausan fyrri. Skoruðu þeir Kennie Chopart og Olav Öby mörkin auk þess sem Hreinn Ingi Örnólfsson í liði Þróttar gerði sjálfsmark.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Dias framlengir samning sinn á Ethiad

Dias framlengir samning sinn á Ethiad
433Sport
Í gær

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum
433Sport
Í gær

United stelur lækni af Crystal Palace

United stelur lækni af Crystal Palace
433Sport
Í gær

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar