fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Neville gefur Arsenal ráð og bendir á ummæli Ferguson – „Svarið var alltaf já“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 17. apríl 2023 17:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sparkspekingurinn og Manchester United goðsögnin Gary Neville segir að Arsenal verði að hafa trú á því að liðið geti unnið Englandsmeistaratitilinn.

Skytturnar eru með 4 stiga forskot á toppi deildarinnar en Manchester City er í öðru og á leik til góða. Þá hefur Arsenal gert tvö jafntefli í röð, þar sem liðið hefur tapað niður tveggja marka forskoti.

Í gær gerði Arsenal 2-2 jafntefli við West Ham.

„Það sem olli mér áhyggjum var að Arsenal virkaði þreytta liðið síðasta hálftímann. West Ham spilaði Evrópuleik á fimmtudag en það leit út fyrir að þeir væru með meiri orku. Það var það eina sem hefði pirrað mig sem Arsenal mann,“ segir Neville.

Arsenal mætir Southampton á heimavelli á föstudag og þarf að vinna þann leik.

„Slakið á, horfið á mynd, undirbúið ykkur, farið í nudd, ísböð. Gerið allt fullkomlega og sigrið á föstudag. Ég er viss um að þeir verði nógu góðir til að vinna Southampton.“

Því næst er komið að leik við sjálfa Englandsmeistara City. Ekki er ólíklegt að það reynist úrslitaleikur um titilinn.

„Sir Alex Ferguson sagði alltaf: Ef þú fengir einn leik til að vinna og þar með sigra deildina, myndir þú gera það? Svarið var alltaf já. Ef Arsenal vinnur á Etihad verða þeir meistarar.

Ef þú fengir þetta tækifæri í upphafi hvers tímabils myndir þú alltaf taka því. Það á að njóta þess. Ekki vera stressaðir,“ segir Neville.

„City mun elska þennan leik því þeir hafa gert þetta áður. Guardiola mun elska þennan leik en Arteta þarf að gera það líka, sem og leikmenn hans. Martinelli, Saka, Ödegaard og Jesus geta tætt City í sundur í þessum leik.

Þeir geta skorað þrjú á Etihad og þannig þurfa þeir að hugsa. Þeir þurfa að fara þangað með það hugarfar að þeir ætli að skrifa söguna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Hefur jafnað sig af meiðslum en er nú matareitrun

Hefur jafnað sig af meiðslum en er nú matareitrun
433Sport
Í gær

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann
433Sport
Í gær

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“
433Sport
Í gær

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram
433Sport
Fyrir 2 dögum

Salah snýr aftur

Salah snýr aftur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum