fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Hareide fékk fjölda annarra tilboða en valdi Ísland – „Andskotinn, það væri gott að hafa eitthvað að gera“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 17. apríl 2023 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Åge Hareide, nýr landsliðsþjálfari Íslands, viðurkennir að hann eigi erfitt með að hætta afskiptum af knattspyrnunni. Hann gat ekki hafnað því að þjálfa íslenska karlalandsliðið.

Fyrir helgi var það staðfest að Hareide yrði næsti landsliðsþjálfari. Hann tekur við af Arnari Þór Viðarssyni.

Hareide var síðast við stjórnvölin hjá Malmö í fyrra og átti það að vera hans síðasta starf, en hann er 69 ára gamall.

„Ég var búinn að láta fjölskylduna vita að ef landsliðsþjálfarastörf væru í boði gæti það heillað. Það var samt ekki mikið (sem heillaði). Ég fékk fjölda tilboða frá Afríku, sem og annars staðar að, en það heillaði ekki,“ segir Hareide við Verdens Gang í heimalandinu Noregi.

Þó svo að Hareide njóti þess að taka því rólega nú á efri árum togar fótboltinn í hann.

„Maður á hversdags líf sem er frábært en fyrir mig, einhvern sem hefur starfað svo lengi í fótbolta, saknar maður hans. Maður saknar þess að gera það sem maður hefur alltaf gert. Fyrst hlakkar maður til þess að vera hættur að vinna en svo hugsar þú: Andskotinn, það væri gott að hafa eitthvað að gera.

Maður ferðast með liðinu, er með ungum og metnaðarfullum leikmönnum sem halda manni ungum. Þá helst maður sjálfur heilbrigðari á allan hátt.“

Hér má lesa viðtalið í heild

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Verið að rifta samningi Aubameyang í Sádí Arabíu

Verið að rifta samningi Aubameyang í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

KSÍ myndi þiggja fleiri hendur á dekk

KSÍ myndi þiggja fleiri hendur á dekk
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Bjarni upplýsir um samtöl sín við þjálfara – Telur útséð að það þurfi útlending í verkefnið

Bjarni upplýsir um samtöl sín við þjálfara – Telur útséð að það þurfi útlending í verkefnið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina
433Sport
Í gær

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United
433Sport
Í gær

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA
433Sport
Í gær

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar