fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433Sport

Hareide fékk fjölda annarra tilboða en valdi Ísland – „Andskotinn, það væri gott að hafa eitthvað að gera“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 17. apríl 2023 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Åge Hareide, nýr landsliðsþjálfari Íslands, viðurkennir að hann eigi erfitt með að hætta afskiptum af knattspyrnunni. Hann gat ekki hafnað því að þjálfa íslenska karlalandsliðið.

Fyrir helgi var það staðfest að Hareide yrði næsti landsliðsþjálfari. Hann tekur við af Arnari Þór Viðarssyni.

Hareide var síðast við stjórnvölin hjá Malmö í fyrra og átti það að vera hans síðasta starf, en hann er 69 ára gamall.

„Ég var búinn að láta fjölskylduna vita að ef landsliðsþjálfarastörf væru í boði gæti það heillað. Það var samt ekki mikið (sem heillaði). Ég fékk fjölda tilboða frá Afríku, sem og annars staðar að, en það heillaði ekki,“ segir Hareide við Verdens Gang í heimalandinu Noregi.

Þó svo að Hareide njóti þess að taka því rólega nú á efri árum togar fótboltinn í hann.

„Maður á hversdags líf sem er frábært en fyrir mig, einhvern sem hefur starfað svo lengi í fótbolta, saknar maður hans. Maður saknar þess að gera það sem maður hefur alltaf gert. Fyrst hlakkar maður til þess að vera hættur að vinna en svo hugsar þú: Andskotinn, það væri gott að hafa eitthvað að gera.

Maður ferðast með liðinu, er með ungum og metnaðarfullum leikmönnum sem halda manni ungum. Þá helst maður sjálfur heilbrigðari á allan hátt.“

Hér má lesa viðtalið í heild

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Pablo Punyed spilar sinn síðasta leik fyrir Víking á morgun

Pablo Punyed spilar sinn síðasta leik fyrir Víking á morgun
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eiður Smári líkir þessu við að ganga í gegnum skilnað – „Hver sagði hvað og hvernig, hver er ástæðan?“

Eiður Smári líkir þessu við að ganga í gegnum skilnað – „Hver sagði hvað og hvernig, hver er ástæðan?“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Slot hefur ekki áhyggjur af Salah en segir – „Það er mjög erfitt fyrir mig að segja nákvæmlega“

Slot hefur ekki áhyggjur af Salah en segir – „Það er mjög erfitt fyrir mig að segja nákvæmlega“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Benitez verður stjóri Sverris í Grikklandi – Verður launahæstur í sögu gríska boltans

Benitez verður stjóri Sverris í Grikklandi – Verður launahæstur í sögu gríska boltans
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Er Salah í fýlu hjá Liverpool? – Hegðun hans á samfélagsmiðlum í vikunni vekur mikla athygli

Er Salah í fýlu hjá Liverpool? – Hegðun hans á samfélagsmiðlum í vikunni vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þessi stórlið fá afslátt af framherjanum eftirsótta

Þessi stórlið fá afslátt af framherjanum eftirsótta