Annie Kilner, eiginkona knattspyrnumannsins Kyle Walker, hefur fyrirgefið kappanum enn á ný eftir hneyksli hans í síðasta mánuði.
Walker, sem hefur oft komið sér í fréttirnar fyrir miður skemmtileg athæfi utan vallar, sást á öryggismyndavélum bera lim sinn og kyssa aðra konu á bar eftir sigurleik Manchester City.
Meira
Hneyksli í Bretlandi – Sjáðu myndina þegar gifta stórstjarnan tók lim sinn út á knæpu og kyssti konu
Hann hefur áður haldið framhjá Kilner en hún alltaf fyrirgefið honum.
Kilner birti mynd af sér á leik City gegn Leicester um helgina með kampavín og allt virðist í blóma á ný.
Lögregla ræddi við Walker eftir athæfið á barnum í síðasta mánuði, enda ólöglegt að bera kynfæri sín í almenningi. Málið verður hins vegar ekki tekið lengra og bakvörðurinn knái því ekki í frekari vandræðum.
Annie hefur, sem fyrr segir, fyrirgefið ýmsilegt í gegnum tíðina. Hún tók aftur við Walker eftir framhjáhald árið 2019.
Árið 2020 varð fyrirsætan Lauryn Goodmann ófrísk eftir Walker en Annie fyrirgaf það einnig eftir nokkra mánuði.
Á meðan þau voru í sundur hafði Walker leigt sér íbúð og fékk tvær vændiskonur heim til sín þegar útgöngubann var í Bretlandi vegna COVID-19.